Fataskápahack

Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég gerði um helgina en ég datt í föndurgír til að koma betra skipulagi á skápinn minn. Ég er nefnilega duglegri að bæta við skápinn en ég er að hreinsa úr honum svo hann er orðinn alltof fullur og ég þurfti að reyna að koma hlutunum betur fyrir.

Lausnin? Svona herðatré! Það eina sem þarf eru herðatré sem þú átt, krókar fyrir sturtuhengi, límbyssa og lím í hana.

Föndrið er ekki flóknara en svo að ég lími krókana á herðatréð með nokkuð jöfnu millibili og voilá! Fullkomin geymsla fyrir nokkra hlýraboli á einu herðatré!

Ég hata líka að geyma alla bolina mína í skúffu því ef ég sé ekki það sem ég á þá enda ég á því að nota það aldrei. Þetta er því fín lausn til að geta notað hlutina sem ég á betur. Algjör snilld ef ég segi sjálf frá!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

New In: Leopard Skirt
Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig þá heiti ég Rannveig og er forfallinn hlébarðamynstursaðdáandi. Það er ekki af ástæðulausu að hlébarðaslaufa pr...
Jólakjólar 2017
Það er svartur föstudagur á morgun og því um að gera að nýta sér afsláttinn sem verður hjá mörgum verslunum ef maður ætlar á annað borð að k...
Nýjustu kaupin
Það er erfitt að standast allar búðirnar í DK ég get alveg viðurkennt það! Þekkjandi sjálfa mig sogaðist ég um daginn inn í Vero Moda búðina ...
powered by RelatedPosts