Draumapeysan: Frí uppskrift!

Það var einhverntíman í lok síðasta árs sem ég sagði ykkur frá peysunni sem ég var að rembast við að klára fyrir jólaferðina miklu til New York. Það var nú ekki fyrr en í gærkvöldi sem ég nennti að setjast niður og skrifa upp uppskriftina til að geta deilt með ykkur :)

Þetta er sko engin smá peysa það get ég sagt ykkur! Eftir að hafa rölt fram og tilbaka í nokkrar H&M búðir á Times Square fattaði ég að svona þykk og mikil peysa fyrir búðarrölt hafi kannski ekki verið sú allra besta hugmynd sem ég hef fengið. Maður svitnaði… mikið! Þessi peysa er því fullkomin fyrir íslenska veturinn okkar þó hún henti ekki beint fyrir verslunarleiðangra ;)

Ég ákvað að hafa peysuna frekar síða svo ég gæti notað hana við leggings og þyrfti ekki að vera í gallabuxum þegar ég færi út. Ég á nefnilega í svolitlu love-hate sambandi við gallabuxur og hef verið í því frá því ég var svona 10 ára og ákvað að ég myndi sko aldrei ganga í gallabuxum aftur! Ég ákvað einnig að hafa hálfgerðan rúllukraga í hálsmálinu svo ég þyrfti ekki að vera með trefil sem myndi bara flækjast fyrir mér. Ég var mjög sátt með þá ákvörðun því peysan hélt svo sannarlega á mér hlýju þegar við röltum nálægt sjónum eitt kvöldið. Þá sá ég sko ekki eftir að hafa farið í þessari peysu!

Peysuna prjóna ég með tvöföldu garni – það er allt nema stroffið og kragann í hálsmálinu. Þetta er því mjög gróf peysa þar sem þarf að nota nálar númer 10. Mynstrið á peysunni hjálpar líka til við að gera hana grófa þar sem ég prjóna alltaf 1 snúna slétta lykkju á milli hverrar brugðnar lykkju.

Ég prufaði að para peysuna saman við leðurjakka og hólí hell hvað það var þröngt um handleggi mína en þetta var samt svo flott! Ef þið eigið leðurjakka sem er í stærri kanntinum þá ættuði þið hiklaust að geta notað peysuna með honum :) Mér finnst þetta par allavega lúkka mjög vel!

Mig langar að gefa öllum þeim sem eru á póstlistanum mínum uppskriftina svo þið getið prjónað ykkar eigin Draumapeysu :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

39 Comments

 1. Avatar
  Sólrún Hauksdóttir
  24/02/2016 / 13:27

  Virkilega flleg peysa hjá þér.Takk fyrir uppskriftina. :)

 2. Avatar
  Jóhanna Guðbjarsdóttir
  24/02/2016 / 13:27

  já takk

 3. Avatar
  Jóhanna
  24/02/2016 / 14:20

  Mjög falleg peysa, væri til í að prjóna eina svona.

 4. Avatar
  Elísabet
  24/02/2016 / 15:07

  Takk kærlega flott peysa ?❤️

 5. Avatar
  Kristjana Sölvadóttir
  24/02/2016 / 15:24

  Hæ ætlaði að skoða uppskrift af draumapeysunni en finn hana ekki?Er með kristjanas@hive.is

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   24/02/2016 / 15:35

   Þú smellir á „HÉR“ sem er neðst í færslunni :)

 6. Avatar
  Jóna
  24/02/2016 / 16:45

  Þetta er sko ekta vetra peysa og mjög flott og takk kærlega fyrir mig og mjög góðar leiðbeiningar.

 7. Avatar
  Guðbjörg Þorvaldsdóttir
  24/02/2016 / 18:56

  Hæ ég væri alveg til í að fá uppskrift af þessari peysu . Þetta er svona peysa sem manni langar í en fæst ekki í búð.

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   25/02/2016 / 08:41

   Þú smellir á „HÉR“ sem er neðst í færslunni til að sækja uppskriftina :) ❤️

 8. Avatar
  Ragna Á björnsdóttir
  24/02/2016 / 20:21

  takk fyrir uppskriftina prjóna svona á heimasætuna

 9. Avatar
  Margrét Ástrós Helgadóttir
  24/02/2016 / 20:24

  það væri æði að fá uppskrift.

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   25/02/2016 / 08:41

   Þú smellir á „HÉR“ sem er neðst í færslunni til að sækja uppskriftina :) ❤️

 10. Avatar
  Halldóra Jónsdóttir
  24/02/2016 / 21:28

  Langar að reyna við þessa

 11. Avatar
  Unnur Þóra
  24/02/2016 / 23:03

  hæ er til í uppskriftina

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   25/02/2016 / 08:42

   Þú smellir á „HÉR“ sem er neðst í færslunni til að sækja uppskriftina :) ❤️

 12. Avatar
  Kristjana
  24/02/2016 / 23:45

  Mjög fallegt listaverk og langar sannarlega að prófa þessa uppskrift.

 13. Avatar
  Erla Möller
  25/02/2016 / 06:56

  Get ég fengið uppskrift

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   25/02/2016 / 08:42

   Þú smellir á „HÉR“ sem er neðst í færslunni til að sækja uppskriftina :) ❤️

 14. Avatar
  Svanhildur Alexandersdóttir
  07/03/2016 / 16:33

  Spennandi uppskrift? hef prjónað stroff á peysur með þessari aðferð og hugsað að þetta væri frábært í heila peysu!!!

 15. Avatar
  Hrafnhildur
  13/03/2016 / 20:50

  Er yfirvíddin rétt, þ.e. 56cm? Finnst það svolítið mjótt! Og er ég í stærð xs til s …

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   13/03/2016 / 21:38

   Já hún er rétt. Hafðu samt í huga að þetta er í rauninni stroff svo það teygist rosa á henni. Ég mældi yfirvíddina án þess að teygja á peysunni :)

 16. Avatar
  Johanna
  04/04/2016 / 14:29

  Sæl eg var að klara að gera urtokuna og enda með 82 lykkjur en það gengur ekki uppi stroffið a halsinum? Það endar þa a 2 ss… er eg að gera einhverja vitleysu?

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   04/04/2016 / 14:48

   Nú er ég ekki alveg viss, það gæti verið að ég hafi óvart slegið inn vitlausa tölu í uppskriftina. Ég kemst ekki í að kíkja á peysuna fyrr en í kvöld en skal þá láta þig vita hverju ég kemst að :)

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   04/04/2016 / 20:48

   Þetta eiga að vera 84 lykkur en ekki 82

   • Avatar
    Jóhanna Lind Brynjólfsdóttir
    07/04/2016 / 18:05

    það hlaut að vera :D ég tók bara 2 saman og hafði 80… ég taldi og taldi :P þetta var bara ekki að passa :P

    • Rannveig Hafsteinsdóttir
     Rannveig Hafsteinsdóttir
     07/04/2016 / 18:22

     Æði! Gott að vita að þú reddaðir þessu ?

 17. Avatar
  Ragnhildur
  15/08/2017 / 09:41

  Já,takk.þetta er ekta haust peysa.

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   15/08/2017 / 09:44

   Heldur betur!? Þú getur smellt á „HÉR“ sem er neðst í færslunni til þess að sækja uppskriftina ? ❤️

 18. Avatar
  Guðrún
  20/03/2019 / 10:57

  Hef mokinn áhuga að fá uppskrift af þessari fallegu peysu !

  • Avatar
   Nafnlaust
   20/03/2019 / 10:58

   Mikinn 😊

  • rannveig
   rannveig
   20/03/2019 / 13:59

   Hæ Guðrún! Takk fyrir falleg orð og gaman að heyra að þú hafir áhuga á peysunni <3 Ef þú skráir þig á póstlistann minn og ferð síðan aftur inn á sömu slóð þá áttu að geta hlaðið niður uppskriftinni :)

 19. Avatar
  Tinna
  22/04/2019 / 11:03

  Ég er búin að skrá mig á póstlistann en næ ekki að hlaða niður uppskriftinni. Finn ekki þennan „Hér“ takka

  • rannveig
   rannveig
   24/04/2019 / 09:41

   Það eru sumar að lenda í því sama😕 Það þarf að skrá sig í tölvunni ef þú ert að skrá þig í símanum og svo gera CTRL R til þess að opna fyrir uppskriftina ef þú sérð ennþá bara skráningarformið.

 20. Avatar
  Sigrún
  22/04/2019 / 11:35

  Finn ekki uppskriftina af grófu peysunni

  • rannveig
   rannveig
   24/04/2019 / 09:43

   Það eru sumar að lenda í því sama😕 Það þarf að skrá sig í tölvunni ef þú ert að skrá þig í símanum og svo gera CTRL R til þess að opna fyrir uppskriftina ef þú sérð ennþá bara skráningarformið. Annars sé ég að þú ert komin á póstlistann og skal redda þessu fyrir þig😊

 21. Avatar
  Tinna
  22/04/2019 / 22:22

  Æðisleg peysa og búin að skrá mig á póstlistann en finn ekki hvar ég fær uppskriftina.

  • rannveig
   rannveig
   24/04/2019 / 09:44

   Það eru sumar að lenda í því sama😕 Það þarf að skrá sig í tölvunni ef þú ert að skrá þig í símanum og svo gera CTRL R til þess að opna fyrir uppskriftina ef þú sérð ennþá bara skráningarformið. Annars sé ég að þú ert komin á póstlistann og skal redda þessu fyrir þig😊

 22. Avatar
  Helena ruth
  16/10/2019 / 18:43

  Hvernig fæ ég uppskriftina

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Nýtt í fataskápinn: Farmers Market Kálfatjörn
Mig langaði að sýna ykkur nýjustu viðbótina við fataskápinn minn sem ég er algjörlega ástfangin af! Ég fékk í jólagjöf þessa fallegu Farmers ...
Loksins!
Ég skrapp í Nettó áðan og keypti mér garn í nýja kápu sem ég ætla að prjóna á mig og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa! Það er svo sva...
powered by RelatedPosts