Darth Vader vettlingar – Uppskrift og smá leikur

Sigurvegararnir hafa verið fundnir og fengið póst frá mér með uppskriftinni. Neðst í færslunni má sjá hverjir það voru

12394475_10208251309939984_1262957765_o

Gleðilega Star Wars frumsýningarviku! Rétt upp hönd sem er spennt/ur fyrir nýju Star Wars myndinni?! Reyndar er ég ekkert sérstaklega spennt fyrir henni en ég bý með einstakling sem er vægast sagt mjög spenntur fyrir henni. Svo ég vitni nú í hann þá er hann „spenntari fyrir henni en jólunum“. Já það þarf sko lítið til að gleðja Star Wars aðdáenda sama hvað þeir eru gamlir. Kannski er þetta samt ekkert lítið fyrst það er að koma ný mynd eftir öll þessi ár en fyrir mig sem er eiginlega alveg sama þá er þetta pínku fyndið :)

Fyrst að myndin er frumsýnd í vikunni langaði mig að deila með ykkur uppskrift að þessum vettlingum sem ég prjónaði í fyrra fyrir ofangreindan Star Wars aðdáenda. Þessi Darth Vader vettlingar eru fyrir stóru Star Wars nördana… þá meina ég þessa fullorðnu. Það má þó eflaust fikta eitthvað í stærðinni með að skoða prjónafestuna og nota önnur prjónanúmer en ef fylgt er uppskriftinni frá A til Ö þá eru vettlingarnir fyrir fullorðinn karlmann. Uppskriftin fyrir vettlingana er komin í verslunina hér á síðunni og kostar hún 490 krónur. Þetta er fullkomin jólagjöf fyrir Star Wars áhugamanninn þó ég segi sjálf frá því maður er enga stund að prjóna þá og getur því hent þeim með í pakkann eða bara gefið þá eina og sér.

Ég er búin að vera lasin alla helgina og sit einmitt heima núna undir sæng í einhverju slumpi því ég er enn þá lasin og vantar eitthvað smá til að gleðja mig. Það er í alvörunni ekkert leiðinlegra en að vera veikur heima! Mig langaði því til að gefa fyrstu 5 einstaklingunum sem að kommenta við þessa færslu eintak af uppskriftinni til einkanota, það ætti að koma mér í gott skap!

Ef þið viljið fá eintak af uppskriftinni frítt þá skuluð þið endilega kommenta á færsluna en munið bara að skrifa netfangið ykkar svo ég viti hvert ég á að senda uppskriftina því hún er í pdf formi. Ef þið náið ekki að vera með þessum fyrstu 5 þá skuluð þið ekki hafa áhyggjur því uppskriftin er í versluninni og fer ekki þaðan :)

Eigið gott kvöld og may the force be with you!

UPPFÆRT: Ég ákvað að gefa 3 uppskriftir í viðbót því að viðtökurnar hafa verið svo æðislegar! Ég dreg þessar 3 aukalega á morgun og sendi fyrstu 5 og þessum 3 uppskriftina sína á morgun :)

Ég er þá búin að velja 3 auka af handahófi svo þeir sem unni uppskriftina og hafa fengið hana senda eru:

Guðrún Guðgeirsdóttir
Halldóra Björk
Urður Harðardóttir
Sigrún Jónsdóttir
Anna Baldursd
Ragnhildur Ólafsdóttir
Brynja Ástráðsdóttir
Aldís Líf

Til hamingju! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

25 Comments

 1. Avatar
  Guðrún Guðgeirsdóttir
  14/12/2015 / 17:41

  Þessir eru æði, væri svo sannarlega til í eintak af uppskriftinni :)

  kv. Gurra

 2. Avatar
  Halldóra Björk
  14/12/2015 / 17:47

  Sæl. Ég væri sko til í að prjóna svona vettlinga fyrir mína starwars aðdáendur. Kv Halldóra Björk

 3. Avatar
  Urður Harðardóttir
  14/12/2015 / 17:53

  ..þessir eru dásamlegir – hlakka til að skella í par :)

 4. Avatar
  Sigrún Jónsdóttir
  14/12/2015 / 17:55

  Sæl ég væri svo til í að gera svona handa syni mínum takk takk

 5. Avatar
  Anna Baldursd
  14/12/2015 / 17:59

  Geggjað flottir

 6. Avatar
  Steinunn Eva
  14/12/2015 / 18:01

  Takk fjölskyldan morar í star wars-nördum, (ég meðtalin). Það væri gaman að prjóna svona við tækifæri ;)

 7. Avatar
  Dalrós
  14/12/2015 / 18:08

  Æði!! Ég myndi vilja uppskrift :)

 8. Avatar
  Íris
  14/12/2015 / 18:20

  Mér finnst þessir æðislegir og veit að þeir myndi gleðja marga Star Wars aðdáendur í kringum mig :)

 9. Avatar
  Ása
  14/12/2015 / 18:28

  Já takk!

 10. Avatar
  Elín Gunnarsdóttir
  14/12/2015 / 18:29

  Á einn 23 ára flottan einstakan son sem myndi hoppa hæð sína fyrir svona vettlinga ;)
  Takk kærlega.
  Kveðja frá Osló

 11. Avatar
  Ingibjörg S. Árnadóttir
  14/12/2015 / 18:33

  Væri sko til í þessa fyrir einn mikinn star wars aðdáend nefnilega kallinn minn

 12. Avatar
  Ragnhildur Ólafsdóttir
  14/12/2015 / 18:36

  Glæsilegir vettlingar sem myndu án efa gleðja tengdason minn sem er forfallin Stars Wars aðdáandi :)

 13. Avatar
  Jóhanna Gunnarsdóttir
  14/12/2015 / 18:41

  Er sennilega orðin of sein að fá fría uppskrift ,óska þér góðs bata og gleðilegra jóla.Kveðja Jóhanna

 14. Avatar
  Lára Hansdóttir
  14/12/2015 / 18:44

  Vil gjarnan kaupa uppskriftina mikið yrði barnabarn mitt ánægt ef ég prjónaði nú svona á hann!

 15. Avatar
  Jakobína Þráinsdóttir
  14/12/2015 / 19:12

  Takk ég myndi vilja uppskrift

 16. Avatar
  Laufey
  14/12/2015 / 21:04

  Hæ þessir eru svakalega flottir

 17. Avatar
  Steinunn
  14/12/2015 / 21:22

  Já takk með 3 Star wars aðdáendur hérna

 18. Avatar
  Sigrún Rohleder
  14/12/2015 / 22:58

  Flottir vettlingar! Hér er líka allt spennt fyrir myndina :D

 19. Avatar
  Aldís Líf
  14/12/2015 / 23:54

  Vá já takk. Þeir eru æði. Maðurinn minn yrði ekkert smá ánægður með eitt svona par.

 20. Avatar 15/12/2015 / 00:28

  Vá hvað þeir verða vinsælir hér

 21. Avatar
  Gulla
  15/12/2015 / 02:48

  Hæ, ég væri sko til fyrir minn aðdáanda :)

 22. Avatar
  Sunna
  15/12/2015 / 07:11

  Þeir eru æði og ég væri svo til í að spreyta mig á þeim fyrir nördið mitt sem ég bý með : ) Kær kveðja Sunna

 23. Avatar
  Vilborg
  27/02/2016 / 21:56

  Mig langar mikið í þessa uppskrift, er það einhver möguleiki :)

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   27/02/2016 / 23:40

   Hæ hæ, já það er ekkert mál! Hún kostar 490 kr svo sendu mér póst á rannveig@belle.is og ég skal segja þér hvernig þú getur nálgast hana :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Nýtt í fataskápinn: Farmers Market Kálfatjörn
Mig langaði að sýna ykkur nýjustu viðbótina við fataskápinn minn sem ég er algjörlega ástfangin af! Ég fékk í jólagjöf þessa fallegu Farmers ...
Loksins!
Ég skrapp í Nettó áðan og keypti mér garn í nýja kápu sem ég ætla að prjóna á mig og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa! Það er svo sva...
powered by RelatedPosts