Aðventukransinn með aflituðu könglunum

IMG_9800

Jæja það hófst! Í gærkvöldi kláraði ég fyrsta aðventukransinn minn. VÚHÚ! Eins og sést notaði ég aflituðu könglana sem ég sýndi ykkur hér á síðunni um daginn í miklu magni enda ótrúlega hátíðlegir og sérstakir. Kransinn var ekki dýr þegar upp var staðið og þið getið alveg bókað að svona krans úti í búð myndi líklegast kosta annan handlegginn, enda gullfallegur – þó ég segi sjálf frá ;)

IMG_9829

Könglana tíndi ég sjálf og aflitaði heima með aðferð sem ég skrifaði um HÉR. Þá límdi ég síðan með límbyssu á stráhring sem ég keypti í Söstrene Grene fyrir mjög lítinn pening. Ég keypti miðjustærðina af hringnum og ef þið ætlið að búa til svipaðan krans og þennan þá mæli ég með þeim hring frekar en öðrum. Ef þið kaupið svamphring (sem er líka miklu dýrari) þá fá könglarnir ekki nógu gott viðnám þegar þið límið þá á svo sparið ykkur peninginn og kaupið bara stráhringinn. Vonandi er hann bara ennþá til :)

IMG_9810

Litlu glimmer snjókornin sem þið sjáið á kransinum fékk ég einnig í Söstrene Grene en þau eru kökuskraut sem voru límd á tannstöngul. Ég braut bara tannstöngulinn af og lagði snjókornin á kransinn þar sem birtan frá kertunum endurvarpast svo fallega af silfurlitaða glimmerinu. Ég ákvað að líma þau ekki niður svo ég gæti tekið þau af kransinum seinna skyldi ég fá leið á þeim.

IMG_9804

Kertastjakana sem liggja ofan á silfurplöttunum fékk ég í Ilvu og eru frá Bloomingville (sem er fallegasta merki ever bæ the vei). Ég sá þá á konukvöldi Ilvu (eða ég held allavega að það hafi verið konukvöld) og ákvað að kaupa þá til bráðabirgða áður en ég gerði krans. Í staðinn ákvað ég að gera krans og nota stjakana sem hluta af honum. Persónulega elska ég þá hugsun að geta notað sprittkerti því þá get ég haft kveikt á kertunum öll kvöld í desember án þess að þurfa að kaupa nýtt og nýtt skrautkerti. Þá er líka hægt að  nota allskonar lituð kerti þar sem liturinn lýsir stjakana upp og setur skemmtilegan svip á kransinn. Mæli með þessu ef þið eruð í kransapælingum. Vasarnir kostuðu ekki mikið eða um 1500 kall á þessu kvöldi því það var afsláttur. Annars voru þeir á 1900 og eitthvað ef ég man rétt. Slifurplattana sem kertastjakarnir sitja á fékk ég í Garðheimum og klippti oddinn af þeim af með klippum til að geta notað þá undir stjakana.

IMG_9841

Ég stalst svo til að kveikja á öllum kertunum (þó að það sé ekki komin aðventa) til að skoða birtuna frá kransinum og váááááá! Núna get ég ekki beðið eftir að koma kransinum fyrir á jóldúknum á sófaborðinu mínu og komast í smá hátíðarskap.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
Hátíðarlúkk #4 (Too Faced)
Jæja þá er ég mætt aftur eftir stutt jólafrí og langar að halda áfram með hátíðarsýnikennslurnar mínar. Ég vona að þið hafið haft það sem allra...
5 hlutir sem ég ætla að gera í desember
Fara á jólahlaðborð Ég hef ekki farið á jólahlaðborð í mörg mörg ár og ég get ekki beðið eftir að skella mér á eitt slíkt núna í desember. Ég ...
powered by RelatedPosts