Trylltur Becca Gjafaleikur

Leikurinn er gerður í samstarfi við Becca

Becca vörurnar sem eru í gjafaleiknum

Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gefa tveimur fylgjendum klikkaðan pakka í samstarfi við Becca á Íslandi. Pakkinn er rúmlega 60.000 króna virði þar sem tveir taggfélagar fá sitthvoran pakkann. 

View this post on Instagram

✨GJAFALEIKUR!✨Í samstarfi við BECCA á Íslandi ætla ég að gefa tveimur heppnum taggfélögum sitthvoran trylltan pakkann frá BECCA með nokkrum af mínum uppáhaldsvörunum frá merkinu!🙌🥰 … UM ER AÐ RÆÐA👇 *𝗨𝗻𝗱𝗲𝗿 𝗘𝘆𝗲 𝗕𝗿𝗶𝗴𝗵𝘁𝗲𝗻𝗶𝗻𝗴 𝗖𝗼𝗿𝗿𝗲𝗰𝘁𝗼𝗿 𝗶 𝗹𝗶𝘁𝗻𝘂𝗺 𝗹𝗶𝗴𝗵𝘁/𝗺𝗲𝗱𝗶𝘂𝗺. *𝗙𝗶𝗿𝘀𝘁 𝗟𝗶𝗴𝗵𝘁 𝗣𝗿𝗶𝗺𝗶𝗻𝗴 𝗙𝗶𝗹𝘁𝗲𝗿. *𝗦𝗼𝗳𝘁 𝗟𝗶𝗴𝗵𝘁 𝗕𝗹𝘂𝗿𝗿𝗶𝗻𝗴 𝗣𝗼𝘄𝗱𝗲𝗿 𝗶 𝗹𝗶𝘁𝗻𝘂𝗺 𝗚𝗼𝗹𝗱𝗲𝗻 𝗛𝗼𝘂𝗿 (𝗺𝗶𝘁𝘁 𝗮𝗹𝗹𝗿𝗮 𝘂𝗽𝗽𝗮𝗵𝗮𝗹𝗱𝘀 𝗽𝘂𝗱𝘂𝗿!). *𝗨𝗹𝘁𝗶𝗺𝗮𝘁𝗲 𝗟𝗶𝗽𝘀𝘁𝗶𝗰𝗸 𝗟𝗼𝘃𝗲 𝗶 𝗹𝗶𝘁𝗻𝘂𝗺 𝗧𝗮𝘄𝗻𝘆. *𝗨𝗹𝘁𝗶𝗺𝗮𝘁𝗲 𝗟𝗶𝗽𝗹𝗶𝗻𝗲𝗿 𝗶 𝗹𝗶𝘁𝗻𝘂𝗺 𝗣𝗼𝘂𝘁𝘆. *𝗦𝗵𝗶𝗺𝗺𝗲𝗿𝗶𝗻𝗴 𝗦𝗸𝗶𝗻 𝗣𝗲𝗿𝗳𝗲𝗰𝘁𝗼𝗿 𝗣𝗿𝗲𝘀𝘀𝗲𝗱 𝗶 𝗹𝗶𝘁𝗻𝘂𝗺 𝗚𝗼𝗹𝗱 𝗣𝗼𝗽. … TIL AÐ TAKA ÞÁTT👇 *Merktu þann sem þú vilt deila gleðinni með í athugasemd. *Fylgið mér á Instagram (@rannveigbelle), en bæði þú og taggfélaginn þurfið að vera fylgjendur til að geta unnið. *Það er auðvitað leyfilegt að tagga fleiri en einn í nokkrum kommentum (það eykur bara vinningslíkur)!😉 *Smelltu á ❤️ fyrir þetta myndband. … Ég dreg síðan vinningshafann og tilkynni í Instagram Story hjá mér, en vinningshafinn fær þennan stórglæsilega BECCA pakka að andvirði rúmar 60.000 krónur fyrir sig og taggfélagann!👏 … Á meðan leikurinn er í gangi getið þið séð hvernig ég nota vörurnar sjálf í þessu myndbandi💛 Swipe-ið svo til hliðar til að sjá hverja vöru betur út af fyrir sig🤩 … #samstarf #gjafaleikur #becca #beccacosmetics #beccaáíslandi #ljómi #förðun #förðunarmyndband #sýnikennsla #sýnikennslumyndband #rnr #ragsnroses #snyrtivörur #beccasnyrtivörur #förðunarsýnikennsla #beccagjafaleikur @artica_iceland

A post shared by ♡ R A N N V E I G ♡ (@rannveigbelle) on

Það er hægt að taka þátt í leiknum hér en þar er einnig hægt að sjá hvernig er hægt að taka þátt. Mig langaði að fara í samstarf með Becca því ég gjörsamlega dýrka merkið en pakkinn samanstendur af vörum sem ég hef notað lengi og mæli óspart með sé ég spurð út í einhverjar snyrtivörur. Það er því æðislega gaman fyrir mig að geta gefið einhverjum tveimur fylgjendum sitthvoran pakkann frá Becca.

Til að fylgja leiknum eftir langaði mig að segja þér betur frá vörunum sem eru í pakkanum og hvernig er hægt að nota þær, svo lestu áfram ef þú vilt kynnast þeim betur.

Becca Shimmering Skin Perfector í litnum Pearl

Shimmering Skin Perfector

Fyrstu vöruna ættu eflaust margir að kannast við en Shimmering Skin Perfector frá Becca hefur löngum verið ein vinsælasta ljómavaran á markaðinum. Í pakkanum er að finna Shimmering Skin Perfector í litnum Gold Pop en hér á myndinni sjáið þið ljómapúðrið í litnum Pearl. Það er mjög auðvelt að ná náttúrúlegum ljóma með þessu púðri, sérstaklega ef maður spreyjar Fix+ frá MAC yfir eftir ásetningu, en það er líka auðveldlega hægt að vera glansandi eins og diskókúla með púðrinu fyrir þá sem elska það lúkk. Ég set púðrið alltaf efst á kinnbeinin og dreg það aðeins upp í c-lag meðfram gagnauganu. Síðan set ég smá ofan á efri vörina mína en það lætur hana líta út fyrir að vera aðeins bústnari en hún er í raun og veru.

Becca Under Eye Brightening Corrector í litnum light to medium

Under Eye Brightening Corrector

Vinsælasta varan frá Becca á Íslandi leynist að sjálfsögðu í pakkanum en þessi vara er mesta snilldin fyrir þreytta morgna. Under Eye Brightening Corrector í litnum light to medium er kremaður litaleiðréttari með bleikum undirtón sem birtir upp augnsvæðið. Ég set alltaf smá af vörunni á baugfingurinn minn og stimpla honum undir augnsvæðið. Við það dofna bláir tónar og ljósið endurvarpast af svæðinu þegar það fellur á það. Formúlan er í feitari kantinum og mjög pigmentuð svo maður þarf ekki að setja mikið af vörunni undir augnvæðið. Varan er því mjög drjúg.

Becca Soft Light Blurring Powder í litnum Golden Hour

Soft Light Blurring Powder

Að sjálfsögðu leynist allra uppáhalds varan mín frá Becca í pakkanum! Ég get ekki talið hversu oft ég hef mælt með þessari vöru við aðra. Ef það er ein vara frá Becca sem þið eigið að prófa þá er það þessi! Ég kynntist vörunni fyrst þegar Becca var með kynningu þegar merkið kom til landsins og Harpa Kára notaði vöruna í sýnikennslu sem hún gerði fyrir okkur. Síðan þá hef ég ekki getað sleppt vörunni en þetta er mjög fínmalað púður sem ég ber létt yfir andlitið með stórum púðurbursta. Púðrið gefur húðinni virkilega fallegan og náttúrulegan ljóma. Ákveðinn brúðarljóma ef svo má að orði komast – en þetta er vara sem ég mun alveg bókað nota í brúðarförðuninni minni þegar dagurinn okkar rennur upp.

Becca First Light Priming Filter

First Light Priming Filter

Næst í pakkanum er dásamlegi First Light Priming Filterinn. Ég sé þennan ekkert notaðan alltof oft í myndböndum og bloggum sem ég les en þetta er uppáhalds primerinn minn frá Becca. Hann hefur léttan fjólutón, gefur húðinni fallegan ljóma og ilmar dásamlega. Ég elska að setja þennan á mig á morgnanna en mér finnst eins og hann kæli aðeins húðina þegar ég set hann á mig. Fjólubláir tónar eru oft notaðir til að litaleiðrétta og birta yfir húðinni og mér finnst eins og þessi primer hressir mig alveg svakalega við þegar ég set hann á mig, bæði útaf litnum, ljómanum sem hann gefur og frískandi sítrusilminum. Primerinn sér til að farðinn sem ég legg ofan á haldist fallegur á yfir daginn ásamt því að veita húðinni góðan raka. Virkilega fallegur primer.

Becca varalitur og varablýantur

Ultimate Lipstick Love & Ultimate Lip Definer

Í pakkanum leynist einnig Ultimate varalitur í litnum Tawny og Ultimate varablýantur í litnum Pouty. Þessum varavörum er ég nýbúin að kynnast og þær eru æði. Varaliturinn er mjúkur, litsterkur og rakagefandi og það sama má segja um varablýantinn. Það sem ég elska fáránlega mikið við blýantinn er að á endanum er að finna mjóan gúmmíbursta ef svo má kalla sem hægt er að nota til að blanda varablýantinn betur á vörunum svo maður sé ekki með of skarpa línu. Algjör snilld ef þið viljið móta varirnar náttúrulega!

Becca vörurnar sem eru í gjafaleiknum

Ég hvet þig að sjálfsögðu til að taka þátt í gjafaleiknum á Instagraminu mínu og hver veit, kannski verður heppnin með þér og þú vinnur þennan tryllta pakka fyrir þig og taggfélagann þinn!

View this post on Instagram

✨GJAFALEIKUR!✨Í samstarfi við BECCA á Íslandi ætla ég að gefa tveimur heppnum taggfélögum sitthvoran trylltan pakkann frá BECCA með nokkrum af mínum uppáhaldsvörunum frá merkinu!🙌🥰 … UM ER AÐ RÆÐA👇 *𝗨𝗻𝗱𝗲𝗿 𝗘𝘆𝗲 𝗕𝗿𝗶𝗴𝗵𝘁𝗲𝗻𝗶𝗻𝗴 𝗖𝗼𝗿𝗿𝗲𝗰𝘁𝗼𝗿 𝗶 𝗹𝗶𝘁𝗻𝘂𝗺 𝗹𝗶𝗴𝗵𝘁/𝗺𝗲𝗱𝗶𝘂𝗺. *𝗙𝗶𝗿𝘀𝘁 𝗟𝗶𝗴𝗵𝘁 𝗣𝗿𝗶𝗺𝗶𝗻𝗴 𝗙𝗶𝗹𝘁𝗲𝗿. *𝗦𝗼𝗳𝘁 𝗟𝗶𝗴𝗵𝘁 𝗕𝗹𝘂𝗿𝗿𝗶𝗻𝗴 𝗣𝗼𝘄𝗱𝗲𝗿 𝗶 𝗹𝗶𝘁𝗻𝘂𝗺 𝗚𝗼𝗹𝗱𝗲𝗻 𝗛𝗼𝘂𝗿 (𝗺𝗶𝘁𝘁 𝗮𝗹𝗹𝗿𝗮 𝘂𝗽𝗽𝗮𝗵𝗮𝗹𝗱𝘀 𝗽𝘂𝗱𝘂𝗿!). *𝗨𝗹𝘁𝗶𝗺𝗮𝘁𝗲 𝗟𝗶𝗽𝘀𝘁𝗶𝗰𝗸 𝗟𝗼𝘃𝗲 𝗶 𝗹𝗶𝘁𝗻𝘂𝗺 𝗧𝗮𝘄𝗻𝘆. *𝗨𝗹𝘁𝗶𝗺𝗮𝘁𝗲 𝗟𝗶𝗽𝗹𝗶𝗻𝗲𝗿 𝗶 𝗹𝗶𝘁𝗻𝘂𝗺 𝗣𝗼𝘂𝘁𝘆. *𝗦𝗵𝗶𝗺𝗺𝗲𝗿𝗶𝗻𝗴 𝗦𝗸𝗶𝗻 𝗣𝗲𝗿𝗳𝗲𝗰𝘁𝗼𝗿 𝗣𝗿𝗲𝘀𝘀𝗲𝗱 𝗶 𝗹𝗶𝘁𝗻𝘂𝗺 𝗚𝗼𝗹𝗱 𝗣𝗼𝗽. … TIL AÐ TAKA ÞÁTT👇 *Merktu þann sem þú vilt deila gleðinni með í athugasemd. *Fylgið mér á Instagram (@rannveigbelle), en bæði þú og taggfélaginn þurfið að vera fylgjendur til að geta unnið. *Það er auðvitað leyfilegt að tagga fleiri en einn í nokkrum kommentum (það eykur bara vinningslíkur)!😉 *Smelltu á ❤️ fyrir þetta myndband. … Ég dreg síðan vinningshafann og tilkynni í Instagram Story hjá mér, en vinningshafinn fær þennan stórglæsilega BECCA pakka að andvirði rúmar 60.000 krónur fyrir sig og taggfélagann!👏 … Á meðan leikurinn er í gangi getið þið séð hvernig ég nota vörurnar sjálf í þessu myndbandi💛 Swipe-ið svo til hliðar til að sjá hverja vöru betur út af fyrir sig🤩 … #samstarf #gjafaleikur #becca #beccacosmetics #beccaáíslandi #ljómi #förðun #förðunarmyndband #sýnikennsla #sýnikennslumyndband #rnr #ragsnroses #snyrtivörur #beccasnyrtivörur #förðunarsýnikennsla #beccagjafaleikur @artica_iceland

A post shared by ♡ R A N N V E I G ♡ (@rannveigbelle) on

Fleiri Becca færslur

Pressed, poured eða liquid – Smá sumarglóð

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Leikurinn er gerður í samstarfi við Becca

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Vilt þú eignast nýja Múmínbollann?
Það er skammarlega langt síðan ég hélt gjafaleik fyrir ykkur elsku lesendur en ég hef alltaf haft það að reglu að halda reglulega gjafaleiki ti...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
powered by RelatedPosts