Too Faced jól!

Vörurnar eru í einkaeigu

Ókei komið með mér í smá ferð……

Það var svartur föstudagur (black friday)… það var grenjandi rigning… ég þurfti að flýja inn úr rigninginni… í horninu á sjónsviði mínu sá ég hana… Sephora… Ég neyddist til þess að fara þangað inn… Ég hreinlega neyddist til þess að fara þangað inn… Svo sá ég jólapallettuna frá Too Faced… og aftur, það var svartur föstudagur…. það var allt á 20% afslætti… ég hreinlega neyddist til þess að kaupa hana…

Hljómar þetta ekki trúverðugt?  Eins og fín afsökun til þess að bæta við makeup safnið sitt?

Nei djók… en samt ekki, hvernig gat ég ekki keypt þessa pallettu þegar hún er svona falleg?

Hér er fyrsta og í rauninni eina sönnunargagnið sem ég þarf til að sannfæra ykkur, er það ekki? Sjáið þessa fegurð! Í pallettunni er að finna 24 augnskugga, eitt ljómapúður, einn kinnalit og svo hið víðfræga Chocolate Soleil sólarpúður. Augnskuggarnir frá Too Faced hafa verið misjafnir undanfarið og þá sérstaklega þegar kemur að jólapallettunum en þegar ég potaði í þessa í búðinni fann ég að augnskuggarnir voru úr sömu Too Faced formúlu og ég elska. Ég ákvað því að gefa mér þessa pallettu í jólagjöf og ég mun að sjálfsögðu gera hátíðarsýnikennslu með henni hér á síðunni en þar til þá getum við allavega dást að litaprufunum af henni…

HALLÓ! Nei hættu nú mér finnst þetta svo fallegt. Augnskuggarnir eru allir mjög mjúkir, pínu lausir í sér en það er ofboðslega þægilegt að vinna með þá. Passið ykkur bara að dusta af burstanum áður en þið komið honum fyrir á auganu. Ljómapúðrið er pínu glimmerað samt fyrir minn smekk, kinnaliturinn minnir smá á Orgasm frá NARS og mér gengur oft svakalega illa að blanda sólarpúðrinu á andlitinu mínu. Hinsvegar hef ég fundið að ef ég nota léttar hreyfingar gengur það mun betur. En augnskuggarnir… augnskuggarnir gerðu þessa pallettu peningsins virði fyrir mig.

Ásamt pallettunni fylgir þessi dagbók og dagbókarmappa…

Afhverju veit ég ekki alveg því þetta er ekki besta dagbók í heimi en mappan sjálf utan um er mjög falleg. Hún er vel byggð og ég tók bara dagbókina úr og setti almennilega glósubók inn í. Ásamt dagbókinni, möppunni og pallettunni er síðan að finna deluxe prufu af Too Faced Better than sex maskaranum og Too Faced Melted Matte fljótandi varalitnum í litnum Sell out. Mér fannst varaliturinn mjög góður þegar ég prófaði hann en hann endist lengi á mér og þurrkar varirnar mínar ekki upp. Ég á ennþá eftir að prófa maskarann en ég eiginlega tími ekki að opna hann strax ég er með svo marga aðra maskara í gangi.

Settið getið þið fengið hér

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
MYNDBAND: Einfalt gyllt smokey
Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stu...
Fyrir alla sem elska METAL
Ég og pósturinn í Danmörku erum ekki vinir, við getum orðað það svoleiðis. Þessi palletta kom til landsins í lok nóvember en ég fékk hana ekk...
powered by RelatedPosts