Þrjár ST Tropez áferðir = ein fullkomin brúnka

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_4767

Eins og ég var búin að lofa á Instagraminu mínu (rannveigbelle) í síðustu viku þá ætlaði ég að sýna ykkur þessar flottu vörur frá ST Tropez. Þar sem fermingarnar eru í fullu fjöri sem og árshátíðir er tilvalið að tala svolítið um gervibrúnku! Ég hef áður sagt ykkur frá því hvernig ég ber á mig brúnku HÉR svo ég mun lítið fara yfir það í þessari færslu en mig langaði samt að sýna ykkur fjórar vörur frá ST Tropez sem gefa manni hina fullkomnu brúnu húð. Brúnkuvörurnar sjálfar eru þrjár og hafa allar mismunandi áferð. Þær skila samt sömu útkomu en þar sem áferðirnar eru þrjár ættu allir að geta fundið sér þá vöru sem þeim finnst hvað þægilegust í notkun.

IMG_4772

Mig langaði að byrja á því að sýna ykkur brúnkuhanskann frá ST Tropez en hann er notaður til að bera brúnkuna á líkamann. Hanskinn er gerður úr einskonar svampi öðru megin en efni hinumegin og hann á að sjá til þess að maður fái óaðfinnanlega og strokufría brúnku. Í sýnikennslunni sem ég nefndi hér fyrir ofan notaði ég stóra púðurburstann frá RT til að bera á mig brúnkuna en eftir að ég kynntist þessum hanska fyrir nokkrum mánuðum síðan þá var ekki aftur snúið. Hann gerir ferlið svo miklu einfaldara svo ef þið eruð klaufar að setja á ykkur gervibrúnku þá mæli ég með þessum. Hann er líka frekar ódýr, miklu ódýrari en ég bjóst við fyrst þegar ég keypti hann.

IMG_4769

Allar vörurnar í þessari færslu eiga það sameiginlegt að gefa náttúrulega og uppbyggjanlega brúnku. Það er að segja því oftar sem þú berð vöruna á þig því dekkri verður brúnkan. Everyday Body Lotion Gradual Tan Classic er einmitt vara sem er mjög þægileg í notkun til að byggja upp náttúrulega brúnku.

IMG_4746

Þetta er í eðli sínu bara venjulegt body lotion sem að inniheldur efnið sem gefur manni gervibrúnku. Kremið sjálft lyktar ekki jafn sterklega af þessu klassíska brúnkuefni sem maður er vanur heldur er pínu sítruskeimur af því. Mér finnst gott að bera þetta á mig þegar að líkama mínum vantar raka og mig langar að viðhalda eða bæta við brúnku á húðina. Kremið ber ég bara á mig með höndunum frekar en með hanskanum en mér finnst það alltaf þægilegra þegar ég er með svona krem.

IMG_4770

Everyday Mousse Gradual Tan Classic er síðan froða sem að gefur náttúrulega og uppbyggjanlega brúnku. Það sama gildir því um þessa froðu og um kremið hér fyrir ofan. Því oftar sem þú berð hana á þig því dekkri verður brúnkan. 

IMG_4748

Froðan er létt svo það er mjög auðvelt að bera hana á sig en mér finnst best að bera hana á mig með hanskanum. Þar sem froðan er svona létt finnur maður ekki alveg jafn vel fyrir því hvar maður er búinn að bera hana á líkamann svo hanskinn hjálpar manni að fá jafna þekju.

IMG_4771

Everyday Spray Gradual Tan er síðan síðasta varan sem ég hef til að sýna ykkur sem á að framkalla sömu áhrif og kremið og froðan. Ef þið viljið að ásetningin taki eins stuttan tíma og mögulega hægt er þá er þetta varan fyrir ykkur.

IMG_4750

Spreyið er alveg glært eins og þið sjáið á myndinni sem getur verið pínu truflandi við ásetningu þar sem það er erfitt að sjá hvar maður er búinn að bera brúnkuna á sig. Hanskinn kemur því að góðum notum til að vera viss um fullkomna ásetningu. Þegar ég nota hanskann þá ber á vöruna á mig í hringlaga hreyfingar og passa að það sé vel dreift úr henni.

IMG_4765

Ég hugsa að ég elski froðuna mest og þar á eftir kemur kremið. Brúnkan sem ég fæ af þessu er alveg svakalega eðlileg og náttúruleg en það er einmitt það sem ég leita eftir þegar kemur að gervibrúnku. Það var svo að koma ný sending frá ST Tropez í verslanir núna í þessari viku þar sem ég veit að það hefur verið svolítið mikið uppselt hjá þeim útaf öllum þessum árshátíðum og fermingum. Ef ykkur vantar því hina fullkomnu brúnku og líst á eitthvað af þessu sem ég var að sýna ykkur hér fyrir ofan þá ætti þetta að vera mætt í verslanir núna :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Three Part Harmony frá Origins
Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hve...
Árshátíðarbrúnkan
Þá fara árshátíðirnar að skella á og sumar hverjar hafa nú þegar átt sér stað. Það er því ekki seinna vænna að ég sýni ykkur nokkrar sniðugar v...
Sílikonspaði fyrir maska
Ég var í Normal hérna úti í Danmörku um daginn - eigum við eitthvað að ræða það hvað ég elska þessa búð! Á rölti mínu um búðina kom ég auga á "...
powered by RelatedPosts