Sumarið frá OPI er mætt!!!

Vörurnar fékk ég að gjöf

Ég dýrka sumarið, enda ekki annað hægt þegar það streyma svona mikið af sumarnýjungum í verslanir! Sumarlínan frá OPI er nýkomin í verslanir hér heima og því ber að fagna en línan í ár ber heitið California dreaming. Ég fékk að líta línuna augum um daginn og tók heim í poka fjögur gullfalleg lökk. Í línunni er þó að finna 12 mismunandi lökk en þau eru öll innblásin af Kaliforníu og heita því nöfnum sem minna á fylkið. Í línunni er mikið af bleikum og rauðum, ferskju- og kórallituðum tónum sem gaman verður að skarta í sólinni í sumar.

Fyrsti liturinn sem ég fékk er þessi hér sem heitir Time for a Napa en það var alveg óskaplega erfitt að ná honum réttum á mynd! Það er alltaf svo erfitt með þennan tón af lit en hann er svona mitt á milli þess að vera kórallitaður og ferskjulitaður og hann er töluvert ljósari í alvörunni en hann virðist vera á þessari mynd. Tvær umferðir af þessum duga til að þekja nöglina.

Næstur er uppáhalds liturinn minn úr allri línunni en það er liturinn Sweet Carmel Sunday. Þetta er æðislegur bronslitur með hámarks metal áferð. Hann er ljósari á nöglunum en hann virðist vera í flöskunni sem gerir hann bara flottari og sumarlegri að mínu mati. Tvær umferðir af þessum duga til að þekja nöglina.

Það er engin lína fullkomin án þess að innihalda fullkomið nude lakk! Feeling Frisco er svo sannarlega fullkominn nude litur en hann er mjög líkur Pale to the Chief frá OPI án þess þó að vera alveg eins. Tvær umferðir af þessum duga til að þekja nöglina.

Síðast en ekki síst er það liturinn Don’t take Yosemite fro Granite sem er litur sem kom mér skemmtilega á óvart. Fyrst hélt ég að þetta væri bara venjulegur steingrár metallitur en hann hefur sterkan fjólubláan undirtón sem ég var ekki alveg að búast við. Virkilega fallegur og dálítið öðruvísi. Ein til tvær umferðir af þessum duga til að þekja nöglina.

Hér getið þið svo séð alla litina úr línunni „swatch-aða“ á nöglum til að sjá þá örlítið betur. Finnst ykkur þeir ekki fallegir!?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
Áramótaförðunin mín 2017
Áramótaförðunin mín þetta árið var frekar einföld þar sem ég var í svo miklum glamúrkjól að ég vildi ekki að þetta yrði allt saman "too much" e...
Bless 2017
Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur! Ég vona að þið hafið nú haft það sem allra best yfir áramótin og notið vel með ykkar nánustu við hlið. Ég haf...
powered by RelatedPosts