Sumarið frá Essie 2016

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_9676

Er eitthvað meira viðeigandi á svona sólríkum sumardegi en að fjalla um nýju sumarlökkin frá Essie?! Línan var að mæta í verslanir eða er á leiðinni þangað núna svo mig langaði að sýna ykkur betur línuna sjálfa og lökkin sem leynast í henni.

_MG_9709

Línan inniheldur sex lökk í heild sinni en við fyrstu sýn virðist hún ekki vera þessi típíska sumarlína með þessum típísku sumarlitum. Hinsvegar þegar tekið er mið af því að ágúst er á næsta leiti og það er styttra í haustið en maður gerir sér grein fyrir þá hentar línan fullkomlega fyrir þetta milli sumars og hausts tímabil sem er á næsta leiti.

_MG_9686

Línan í ár er innblásin af eyjunni Antigua og litunum sem finna má á henni yfir sumartímann en eftir smá googl finnst mér sú hugmynd endurspeglast ágætlega í línunni þó ég hafi nú aldrei komið til Antigua. Glimmer er frekar áberandi í lökkunum þetta árið en það má finna í þremur af þessum sex lökkum. Ég veit ekki með ykkur en það er eitthvað við glimmerlökk af þessari gerð sem minnir mig pínu og 90’s tímabilið þó það hafi kannski ekki beint verið ætlunin hjá Essie ;)

Förum aðeins betur yfir hvern og einn lit!

Fyrstur í röðinni er liturinn Hiking Heels. Þetta er hinn fullkomni rauði sumarlitur að mínu mati. Ef þið elskið rauð naglalökk og ykkur vantar eitthvað flott rautt lakk fyrir sumarið þá verðið þið að kíkjá á þetta! Rauði liturinn hefur appelsínugulan tón í sér sem minnir mig pínu á litinn á chili-pipar. Virkilega flottur sumarlitur :)

Næst er það liturinn Loot the Booty. Þetta er einn af þeim litum í línnunni sem er frekar óvenjulegur fyrir sumarlínu að innihalda en auðvitað er ekkert að því að láta línu innihalda dökka liti þó hún sé ætluð fyrir sumarið. Fólk hættir ekkert að elska dökka liti bara þó það sé sól úti :) Loot the Booty er næstum kóngablár og inniheldur örfínar túrkisbláar glimmeragnir sem eru þó töluvert meira áberandi í flöskunni en þær eru á nöglinni. Mér finnst eins og liturin sé innblásinn af glitrandi kvöldsjónum á eyjunni þó það séu nú bara getgátur hjá mér.

Annar glimmerliturinn er þessi fallegi túrkisblái sem heitir Viva Antigua. Þetta er stjörnuliturinn í línunni og það er ekki erfitt að sjá afhverju svo er. Í túrkislitnum má finna túrkisbláar glimmeragnir sem mér finnst ekki ólíklegt að séu þær sömu og eru í þeim dökkbláa hér fyrir ofan en mér finnst þó eins og agnirnar í þessum lit hafa smá meiri gylltan í sér.

Síðasti glimmerliturinn er liturinn Tribal Text-Styles en þessi litur er seinni liturinn af þeim dökku sem finna má í línunni. Það er mjög óvenjulegt að sjá svartan lit í sumarlínu en af einhverri ástæðu finnst mér það pínu töff. Liturinn er þó ekki alveg svartur þar sem hann inniheldur örfínar gylltar-silfur glimmeragnir sem gerir litinn meira steingráan en svartan. Þessi er flottur fyrir þær sumarnætur þegar farið er að skyggja og gæti til dæmis verið æðislegur um verslunarmannahelgina!

Þá er komið að þeim lit sem er klárlega sá uppáhalds hjá mér af öllum litunum í línunni. Ég veit ekki hvað það er en ég hef alltaf verið svo veik fyrir fallegum hvítum lökkum. Liturinn heitir Coconut Cove og ég get best lýst honum sem beinhvítum. Þessi er ekki ósvipaður Between the Seats litnum úr brúðarlínunni ef þið misstuð af honum en sá litur var samt aðeins meira grá-/brúntóna. Ég klippti viljandi ekki puttann minn af myndinni hér fyrri ofan þar sem ég er einmitt með þann lit á nöglinni. Þið getið því séð hversu svipaðir þeir eru þó það sé smá munur á þeim.

Síðast en ekki síst er það liturinn Berried Treasure. Þessi litur er miklu líkari sjálfum sér á myndinni af flöskunni en á myndinni af nöglinni en þar lítur hann út fyrir að vera aðeins rauðari en hann er í raun og veru. Liturinn er þrátt fyrir það frekar rauðtóna bleikur og er virkilega fallegur fyrir þær sem vilja ekki nota rautt lakk en elska að nota bleik.

_MG_9857

Hér sjáið þið svo alla litina hlið við hlið. Mér fannst eins og ég þurfti tvær umferðir af öllum lökkunum til að fá fulla þekju og þéttan lit en þið getið að sjálfsögðu prófað ykkur áfram með það því ein umferð gæti dugað ykkur :)

_MG_9716

En þar hafið þið það! Sumarlínan á að vera mætt í einhverjar verslanir og ef hún er ekki komin þá er hún á leiðinni svo fylgist vel með því eins og alltaf kemur línan í takmörkuðu magni til landsins :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts