#Strobing

Nýjasta æðið? Strobing er að taka Instagram með trompi þessa dagana og ég er eiginlega að fíla það í tætlur! Strobing er orð yfir förðunartækni þar sem sérstök áhersla er lög á það að gefa andlitinu mikinn bjarma. Þá er skyggingu sleppt og highlighter settur á alla hápunkti andlitsins. Þetta á að móta andlitið á aðeins náttúrlegri máta en skyggingar og þar að auki virðist maður töluvert frísklegri í framan. Ég prufaði þetta þegar ég útskrifaðist um daginn, notaði reyndar smá sólarpúður með en bjarminn í andlitinu var aðalatriðið. Ég persónulega elskaði það! Maður virðist eitthvernveginn vera miklu meira vakandi heldur en maður er því bjarminn frískar svo upp á húðina svo hún lítur út fyrir að geisla. Elsk’etta!

Psst… Ekki gleyma að taka þátt í gjafaleiknum á síðunni HÉR. Þar getið þið unnið prjónabókina Slaufur og nýjan Baby Lips varasalva!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Mitt ljómakombó og burstinn sem ég nota
Mig langaði að sýna ykkur ljómakombóið sem ég er búin að vera að nota í allan desember og hefur hjálpað mér að ná alveg svakalega fallegum en e...
BECCA - Pressed, Poured eða Liquid?
Gleðilegan fimmtudag elsku lesendur! Ég ætla aðeins að leyfa mér smá pásu frá lærdómnum í dag en ég er alveg búin að vera að drukkna undanfar...
powered by RelatedPosts