SK: Gult Cut Crease

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf eða eru í einkaeigu

_MG_4485

Jæja þetta eru nú búnir að vera meiri dagarnir! Ég er gjörsamlega búin að vera límd við tölvuna og sjónvarpið að fylgjast með fréttum svo ég þurfti að fresta einni færslu sem ég var búin að undirbúa og seinka þessari hér. Vonum bara að þetta fari nú allt saman að róast sem fyrst :) Ég ætla allavega að halda ótrauð áfram í áætlun minni um að fjalla um vor- og sumarvörur og langaði mig því að gera sýnikennslu með þessari mjög svo vorlegu förðun sem ég gerði um daginn. Ég verð að viðurkenna að ég er undir sterkum áhrifum frá LustreLux á YT en hún skartaði einmitt svona gulu cut crease-i í myndbandi hjá sér um daginn. Þetta er því minn snúningur á því lúkki sem ég paraði saman með björtum bleikum vörum.

Hér getið þið séð allar þær vörur sem ég notaði á andlitið. Ég listaði líka hér fyrir neðan naglalakkið mitt sem ég er með á nöglunum ef einhverjir eru forvitnir en það er því miður limited edition svo ég held að það fáist ekki lengur. Ég veit hinsvegar að það er mjög svipaður litur í nýju pastel línunni frá OPI ef þið viljið skoða hann betur.

Nivea Cooling After Shave Balm

Ég grunnaði andlitið mitt með þessum en ég elska sérstaklega Cooling útgáfuna af vörunni því hún hjálpar til við að róa og kæla andlitið.

YSL Le Teint Touche Éclat – B 10

Touche Éclat – 2

Ljómapennann frá YSL notaði ég til að birta yfir hápunkta andlitsins.

Elf HD Lifting Concealer – Brightening

Hyljarann notaði ég til að fela baugun undir augunum mínum.

NYX Highlight & Contour Pro Palette

Ljósa setting púðrið notaði ég til að setja hyljarann en dekksta litinn í pallettunni notaði ég sem sólarpúður.

Laura Mercier Loose Setting Powder – Translucent

Púðrið notaði ég til að setja farðann minn (þetta gerði ég áður en ég setti á mig sólarpúður).

Elf Ambient Palette

Púðrið notaði ég til að gefa andlitinu meiri ljóma og setti ég það yfir allt andlitið (þetta gerði ég áður en ég setti á mig sólarpúður).

MAC Toledo Blush – Ripe Peach (Limited edition :( )

Wet n Wild Fergie – Rosé Champagne Glow

Ljómapúður með bleikum undirtón sem ég setti á kinnbeinin mín.

Dior – 319 Sunwashed (Limited edition :( )

_MG_4206

Áður en ég byrjaði á augnförðuninni grunnaði ég augnlokin mín með Painterly Paint Pot frá MAC og Heaven augnskugganum frá Too Faced.

Næst tók ég litinn Cortina úr Mont Balm pallettunni frá The Balm og setti hann á augabrúnabeinið mitt og í innri augnkrók til að birta yfir þeim svæðum.

Næst tek ég límband og ríf af því smá bút. Áður en ég kem límbandinu fyrir á andlitið legg ég það á handarbakið mitt og leyfi því að límast við í smá stund. Síðan tek ég það af og kem því fyrir frá enda augans til enda augabrúnarinnar. Það að láta límið liggja smá stund á handarbakinu minnkar styrleika límsins svo það verður aðveldara að taka límbandið af andlitinu eftir notkun. Límbandið er ég að nota til að fá beina línu á förðunina svo hún komi í hálfgerðan cat-eye væng út til enda.

En þá að augnförðuninni sjálfri. Til að byrja með tek ég þennan ljósbrúna lit úr Mad for Matte pallettunni minni frá elf á lítinn blöndunarbursta og kem litnum fyrir í glóbuslínunni. Fyrst við erum að gera cut crease þá reyni ég að halda litnum sem mest í glóbuslínunni og passa mig að hann fari ekki of hátt upp á augabrúnabeinið. Það er ástæðan fyrir því að ég nota lítinn blöndunarbursta.

Úr sömu pallettu tek ég þennan lit sem er aðeins dekkri og nota hann einnig í glóbuslínuna til að dekkja hana örlítið. Litnum nudda ég fram og tilbaka í línunni með sama blöndunarbursta og áðan.

Núna tek ég dökkbrúnan lit úr sömu pallettunni til að skera glóbuslínuna (búa til cut-crease). Allir litirnir sem ég er búin að nota eru frekar hlutlausir, hvorki kald- né hlýtóna en þið megið að sjálfsögðu breyta því. Dökkbrúna litinn tek ég á lítinn skáskorinn bursta og legg hann í glóbuslínuna alveg eins og ég vil hafa hann. Þegar ég er búin að „teikna“ línuna tek ég lítinn pencil bursta sem er töluvert minni en blöndunarburstinn sem ég er búin að vera að nota og blanda línuna í glóbus. Þessi skref endurtek ég síðan aftur og aftur þar til mér finnst ég vera komin með nógu djúpa glóbuslínu. Ég gerði skrefið að mig minnir þrisvar sinnum.

Guli liturinn sem ég skarta á augnlokinu er pínu heimatilbúinn en ég blandaði saman Créme Gel Color frá Colour Pop í litunum Punch (guli) og Exit (hvíti). Ég blandaði þeim saman 50:50 til að fá aðeins ljósari gulan en ég verð að segja að þessi vara er klárlega ekki ætluð til þeirra nota sem ég sýni hér. Þetta á að vera eyeliner en mér hefur alltaf fundist þeir litir sem ég á vera rosalega þurrir og þar af leiðandi erfitt að vinna með þá. Ég blandaði smá Fix+ saman við þessa þegar ég var að blanda þeim saman og það hjálpaði aðeins en ekki nóg. Ég hef samt heyrt að metallic útgáfurnar af vörunni séu miklu betri og kremkenndari en ég hef ekki prófað þá persónulega svo ég get ekki staðfest það. Þessir eru allavega alltof þurrir að mínu mati svo ég myndi frekar fjárfesta í einhverjum öðrum kremlitum/eyelinerum. 

Gula litinn tek ég samt sem áður á flatan hyljarabursta og ber hann á allt augnlokið. Ég reyni svo eftir bestu getu að fylgja dökkbrúnu línunni sem ég gerði í skrefinu á undan til að skera glóbuslínuna eins mikið og ég get. Það var frekar erfitt að ná beinni línu því varan sem ég var að nota er svo þurr en ég reyndi mitt besta :)

Til að setja gula grunninn sem er komin á augnlokið tek ég gula litinn úr Shiseido Luminizing Satin Eye Color Trio í litnum GR716. Með þessum lit get ég lagað allar misfellur sem mynduðust upp við glóbuslínuna svo hún sé nú alveg pottþétt vel skorin.

Ég setti á mig svarta gel eyelinerinn frá Maybelline áður en ég tók af mér límbandið og eins og þið sjáið þá er línan þráðbein þökk sé því. Í neðri vatnlínuna setti ég svo uppáhalds ljósa augnblýantinn minn en sá er Natural Kajal frá Benecos í litnum White. Á pencil bursta tók ég svo þennan ljósbrúna augnskugga og bar meðfram neðri augnháralínunni.

Til að ljúka lúkkinu setti ég á mig MAC Falsh Lash Maximizer og Maybelline The Falsies Push Up Drama maskarann. Á varirnar bar ég varalitinn Wop Pop frá Clinique sem ég sýndi ykkur einmitt fyrr í vikunni.

_MG_4463

Ég er ótrúlega lukkuleg með þetta lúkk! Ég veit ekki hvað það er en mér finnst ljósbleikur og ljósgulur passa svo svakalega vel saman þó ég viti að þetta komi kannski svolítð fríkað út ;)

_MG_4440

Þið getið svo að sjálfsögðu notað einhvern annan varalit sem er minna áberandi og einnig getið þið notað hvaða lit sem er á augun. Ég gæti til dæmis vel hugsað mér að gera þessa förðun aftur en nota þá túrkisbláan á augun og nude varalit á varirnar, hugsa að það gæti komið vel út :)

_MG_4379

Hér er svo förðunin í heild sinni! Ef þið eruð með einhverjar hugmyndir að vorlúkkum sem ykkur langar að sjá sendið mér þá endilega línu :) Í dag er síðan miðnætursprengja í Kringlunni svo það er Tax-Free af mörgum snyrtivörum ef þið girnist eitthvað af þeim vörum sem ég hef notað hér.

P.S. „SK“ sem þið sjáið í fyrirsögn færslunnar er ný skammstöfun hjá mér svo ég þurfi ekki alltaf að skrifa „sýnikennsla“. 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf eða eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Gullpenninn frá YSL... hvernig á að nota hann!
Ég veit þið trúið ekki hversu lengi þessi færsla er búin að vera í kollinum á mér! Við erum örugglega að nálgast svona tvö ár svo það er ekki s...
Hvernig þú getur náð auðveldum Ombré liner
Ég er ekki frá því að það sé smá sumarfílingur í þessari færslu... eins steikt og það kann að hljóma í frostinu hérna í DK og óveðrinu heima á ...
MYNDBAND: Einfalt gyllt smokey
Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stu...
powered by RelatedPosts