Neglur vikunnar #4

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

1-4-of-54

In suuuummeeeeeer! Sorrý með mig en ég bara varð að byrja færsluna svona því ég er með þetta lag svo mikið á heilanum að það er ekki einu sinni smá fyndið. Þetta er líka svo bilaðislega sumarlegur litur að lagið passar vel við og ég gat bara ekki hamið mig ;)

Naglalakk vikunnar kemur frá The Body Shop og nefnist Apricot Kiss. Liturinn er hluti af sumarlínu Body Shop og ef þessi litur öskrar ekki sumar þá veit ég ekki hver gerir það. Lakkið var inni á listanum sem ég birti um daginn fyrir falleg vorlökk og stend ég fullkomlega við það. Liturinn byggir á hvítum grunni þannig að hann er ekki svona glær appelsínugulur (ef þið skiljið hvað ég meina) heldur er hann frekar þéttur. Á myndunum er ég með tvær umferðir en ég hefði sett á þá þriðju til að fá fullkomna þekju hefði ég nennt því en ég nenni bara sjaldan sem aldrei að setja á mig þrjár umferðir af naglalakki. Tvær taka meira en nægan tíma.

Ég setti lakkið á mig í gær svo ég get ekki sagt til um endingu þess strax en mér er svo sem eiginlega alveg sama um hversu vel lakkið endist (svo lengi sem það fer ekki af eftir einn dag) því mér finnst liturinn svo fallegur. Það er hvort sem er alltaf hægt að lengja endingartíma með undir- og yfirlakki svo ég er ekkert að stressa mig yfir því. Lökkin frá The Body Shop eru frekar ódýr og þau sem ég á eru með ágæta endingu svo ef ykkur vantar fallegan lit til að skarta á sumardaginn fyrsta þá myndi ég klárlega tékka á þessum.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts