Mitt ljómakombó og burstinn sem ég nota

Vörurnar í færslunni fékk ég í gjöf

Mig langaði að sýna ykkur ljómakombóið sem ég er búin að vera að nota í allan desember og hefur hjálpað mér að ná alveg svakalega fallegum en eðlilegum ljóma. Það eru einhverjar tiktúrur í mér þessa dagana með ljóma, ég vil bara hafa hann sem eðlilegastan og náttúrulegastan og ég er að reyna að dreifa þeim boðskap sem víðast! Auðvitað sýnist sitt hverjum með þennan ýkta ljóma en ég hef fundið að það hentar mér og mínu andlitsfalli ekki.

Það er kannski ekki furða að í mínu GO TO ljómakombói þessa dagana er að finna vöru frá Becca en merkið hefur heldur betur slegið í gegn síðan það kom til landsins síðasta haust. Ég hef allavega ekki lagt niður vörurnar frá þeim því þær gefa svo ofboðslega fallega og fjölbreyttan ljóma. Uppáhalds formúlan mín frá þeim núna í augnablikinu er einmitt Poured formúlan en hún er mitt á milli þess að vera púður og krem.

Eftir að ég hef sett á andlitið létt lag af farða eða smá hyljara tek ég Sigma F79 burstann og set með honum þunnt lag af Becca Shimmering Skin Perfector Poured í litnum Pearl efst á kinnbeinin mín og aðeins upp á gagnaugað og undir augabrúnina í einskonar c-lag. Þessi bursti er þéttur og góður og blandar því vel úr vörunni á húðinni svo hann er alveg fullkominn til þess að bæði taka upp og dreifa úr Becca Poured formúlunni.

Þar sem að Pearl liturinn er nánast bara hvítur og því örlítið of ljós fyrir mig ef ég er með einhverja augnförðun, eins og smokey, hef ég verið að bæta fínmalaðu gylltu ljómapúðri ofan á hann og gera þá tóninn í ljómanum aðeins hlýrri og örlítið meira áberandi. Ég mun á endanum eignast Moonstone í Poured formúlunni, ég ætlaði að kaupa mér hann þegar ég var á Íslandi en bara hreinlega gleymdi því. Þar til nota ég þetta ráð og til þess gyllta ljómapúðrið úr Love Contours All pallettunni frá NYX. Þau ljómapúður sem eru í þeirri pallettu eru æði þó ég var minna hrifin af augnskuggunum í henni en það er líka bleikt ljómapúður í pallettunni ásamt þessu gyllta og stundum finnst mér voða fallegt að blanda þeim saman. Til þess að bera púðrið á nota ég bara lítinn púðurbursta sem er svolítið laus í sér og ekki of stífur en ég gríp oftast bara þann sem ég hef við hendina.

Hér vinstra megin sjáið þið mig með Becca ljómann á kinnbeinunum sem ég bar á með Sigma burstanum en vinstra megin er ég búin að bera NYX ljómapúðrið yfir. Mér fannst ég ekki alveg ná þessu nógu vel á mynd en í nýrri færslu hjá mér þar sem ég skrifa um Costco kragann minn er ég með sama ljóma á andlitinu og þar er hægt að sjá betur hversu fallegur, áberandi en samt náttúrulegur þessi ljómi, þetta ljómakombó er. Færsluna getið þið séð HÉR.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég í gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
powered by RelatedPosts