Mín Kerry lökk

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_mg_3039

Haust-/vetrarlínan frá OPI er lína sem ég hef beðið eftir með mikilli eftirvæntingu allt frá því ég las fyrst um það að Kerry Washington var ráðin sem Creative Ambassador hjá merkinu og myndi koma við sögu við hönnun línunnar. Ég fjallaði um málið hér á síðunni en varð nú samt fyrir smá vonbrigðum með það að þau hjá OPI hafi ekki nýtt sér þetta frábæra Scandal naglalakkaheiti sem ég stakk upp á í þeirri færslu! Hefðuð þið trúað því? ;)

Línan að þessu sinni sem ber heitið Washington DC og er innblásin af sjálfri höfuðborg Bandaríkjanna og augljóslega er smá Scandal bragur yfir línunni þar sem flest heitin af lökkunum 15 sem eru í boði vísa að einhverju leiti í Washington pólitíkina.

Ég veit að það saxast smátt og smátt á línuna í verslunum og ekki er mikið eftir af hverju lakki fyrir sig en mig langaði nú samt að sýna ykkur aðeins betur litina tvo sem ég eignaðist úr línunni.

Fyrstur á dagskrá er liturinn CIA – Color is Awsome. Þetta er klárlega uppáhaldsliturinn minn af öllum þeim sem eru í boði en þessi er náttúrulega fullkominn fyrir haustið. Liturinn er djúpur sæblár en af honum þarf eina til tvær umferðir til að ná fullri þekju.

Næstur er liturinn OPI by Popular Vote. Þessi litur er aðeins minna rauður en hann virðist vera á þessum myndum en hann er meira í áttina að því að vera kaldtóna dökkur dusty rauðbleikur… Er það ekki annars alveg skiljanleg lýsing hjá mér??? Ég þurfti tvær umferðir af þessum til að ná fullri þekju en það er vel þess virði þar sem hann er æðislegur og þá sérstaklega fyrir þær sem elska bleikar neglur og vilja aðlaga litinn meira að haustinu!

Ég veit ekki með ykkur en ég er að elska alla þessa haustliti sem eru að rata í verslanir undanfarið. Þetta er klárlega uppáhalds árstíminn minn og OPI olli mér svo sannarlega ekki vonbrigðum með sinni viðbót við haustið!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts