4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Léttur farði frá Dior

Vörurnar eru í einkaeigu

_MG_4086

Alltaf þegar það fer að vora þá breytist förðunarrútínan mín í takt við breytta veðráttu. Ég tek fram léttari krem og bjartari naglalökk, ljósari varaliti og léttari farða. Að því tilefni að snjórinn virðist ekki festast lengur þegar hann fellur niður (vúhú!) langaði mig að sýna ykkur einn léttan farða sem hefur á stuttum tíma orðið einn af mínum allra uppáhalds.

_MG_4147

Diorskin Nude Air er eini farðinn sem ég hef notað undanfarnar vikur og er góð ástæða þar á bakvið. Farðinn er svokallaður serumfarði sem þýðir að hann er einstaklega léttur og þunnur en þessi farði sem hér um ræðir inniheldur einnig fullt af einstökum innihaldsefnum sem gerir hann sérstakan út af fyrir sig. Þegar ég var að rannsaka þennan komst ég meðal annars að því að farðinn hefur unnið Best of Beauty Award hjá Allure svo það eru greinilega fleiri á sama máli og ég um ágæti þessa flotta farða. Farðinn inniheldur fullt af góðum innihaldsefnum fyrir húðina sem hjálpa til við að jafna lit hennar ásamt súrefnissprengdum olíum sem eru einstakar hjá Dior. Þessar olíur gufa upp nánast um leið og farðinn snertir húðina svo hann er mjög fljótur að þorna. Ekki samt taka því þannig að hann sé svo fljótur að þorna að það er ekki hægt að vinna með hann á húðinni því það er fjarri sannleikanum. Farðinn hentar einnig fullkomlega fyrir vorið og sumarið sem nálgast óðum þar sem hann er eins og ég nefndi áður rosalega léttur og inniheldur þar að auki SPF 25 sólarvörn. Svo má ég að sjálfsögðu til með að nefna að hann er algjörlega laus við paraben og talc svo ef það lætur farðann fá auka stig í kladdann hjá ykkur eins og það gerði hjá mér þá er um að gera að hafa það í huga :)

_MG_4134

Helsti kosturinn við farðann að mínu mati er þó hversu ótrúlega léttur hann er, eins og þið hafið kannski tekið eftir á skrifum mínum. Ég veit ekki með ykkur en ég þoli ekki þá tilfinningu að finna fyrir farða á andlitinu. Þess vegna kýs ég sjaldan að vera með þykkt lag af þykkum farða sem kæfir alveg húðina og þessi er akkúrat öfugt við það. Þessi leyfir húðinni að anda á sama tíma og hann frískar hana við og jafnar litarhaft hennar.

_MG_4128

Eins og hjá flestum serumförðum er dropateljari á þessum sem sér um að koma farðanum úr flöskunni. Þegar ég ber farðann á mig set ég oftast nokkra dropa í einu á handabakið mitt og nota svo puttana til að dumpa honum á andlitið. Síðan dreifi ég úr farðanum með rökum förðunarsvampi eða bursta. Upp á síðkastið hef ég enduruppgötvað ást mína á Miracle Complexion svampinum frá RT svo ég hef mikið notað hann til að bera þennan á mig. Áður en þið berið á ykkur farðann er þó mikilvægt að hrista flöskuna vel svo að öll litapigmentin nái að blandast vel saman við restina af farðanum svo þau sitji ekki á botninum þegar þið berið hann á ykkur.

_MG_4156

Hér sjáið þið farðann á handabakinu mínu en þetta eru svona tveir til þrír dropar. Eins og þið sjáið er farðinn strax farinn að leka niður handabakið mitt svo þið ættuð að geta áttað ykkur á því hversu þunnur farðinn er í raun og veru. Á myndunum hér fyrir neðan getið þið svo séð mig alveg farðalausa á fyrstu myndinni, bara með farðann á annarri myndinni og fullmálaða á þriðju myndinni. Þetta ætti að gefa ykkur ágæta mynd af því hvernig farðinn hjálpar til við að fríska mann við og jafna litarhaft húðarinnar.

_MG_3946

Hér á landi er farðinn til í litunum 10, 20, 23, 30, 33 og 40 en ég nota ljósasta litinn sem er númer 10. Ef þið eruð jafn hvít og ég og draugar þá ætti hann vonandi að vera nógu ljós fyrir ykkur!

Screen Shot 2016-03-30 at 20.29.15

Hér sjáið þið svo styrkleikaskala vörunnar. Ending farðans er að mínu mati rosalega góð en auk þess að endast lengi og vel yfir daginn þá festist hann ekki við þurrkubletti og misfellur í húðinni eins og þykkari farðar eiga til með að gera. Þekja farðans er létt en það er vel hægt að byggja hana upp með því að setja nokkur lög af farðanum á andlitið. Ég persónulega hef ekki fundið þörf til að gera það því mér finnst hann þekja nóg fyrir minn smekk. Áferðin er svo ekkert nema æðisleg, mjúk og umfram allt létt :)

_MG_4088

Ég veit í rauninni ekki hvað ég get sagt meira um þennan dásemdar farða nema það að ég hvet ykkur til að kíkja á hann næst þegar það er tax-free og þið viljið spreða smá. Mig grunar nefnilega að þið munuð verða jafn ástfangin af honum og ég ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
Fyrir og eftir með nýja farðanum frá YSL
Það er nú heldur betur langt síðan ég gerði fyrir og eftir færslu með farða! Það er því kominn tími til að bæta úr því og tilvalið að sýna ykku...
Dior jólagjöf
Minn elskulegi kom mér heldur betur á óvart á jólnum þegar hann gaf mér þessa Dior pallettu í jólagjöf. Hann kom mér nú reyndar meira á óvart þ...
powered by RelatedPosts