Hátíðarlúkk #4 (Too Faced)

Sumar vörur eru í einkaeigu aðrar fékk ég að gjöf

Jæja þá er ég mætt aftur eftir stutt jólafrí og langar að halda áfram með hátíðarsýnikennslurnar mínar. Ég vona að þið hafið haft það sem allra best um jólin og notið alveg í botn með ykkar nánustu. Ég átti alveg yndisleg jól með mínu fólki þó ég át hreinlega yfir mig og er nánast bara búin að liggja síðustu daga. En nóg um jól og át nú fer að koma gamlárs og þá er ekki seinna vænna en að draga fram glamúrinn! Ég var búin að lofa sýnikennslu með Too Faced jólapalettunni sem ég fjallaði um um daginn HÉR og ég ætla mér svo sannarlega að standa við það. Hér fyrir neðan getið þið séð vörurnar sem ég notaði til þess að ná þessari förðun.

Augu: Too Faced Best Year Ever pallettan, NYX Lid Lingerie Matte í litnum Checkmate, Wonder’fully Real maskarinn frá Rimmel, Pure Color Kajal Eyeliner frá Estée Lauder í litnum Blackened Cocoa.

Andlit: Sólarpúður, kinnalitur og ljómapúður úr Too Faced pallettunni.

Varir: Honey Lacquer frá Max Factor í litnum Honey Rose.

Ég byrjaði á því að setja á mig farða og notaði síðan sóalrpúðrirð (Chocolate Soleil), Kinnalitinn og ljómapúðrið úr pallettunni. Ljómapúðrið er mjög kröftugt og inniheldur pínu glimmer þannig að passið að setja ekki of mikið af því í einu því það getur verið auðvelt. Annars mæli ég með því að nota verulega léttar hreyfingar þegar verið er að bera á sólarpúðrið, alveg það léttar að þið setjið varla neinn þrýsting á burstann því annars getur reynst erfitt að blanda úr því á húðinni. Sérstaklega ef þið hafið ekki púðrað farðann undir.

Ég  held að NYX Lid Lingerie í Checkmate sé búin að vera aðalstjarnan í þessum hátíðarsýnikennslum hjá mér en ég hef notað hana í nánst allar farðanirnar. Ég skellti augnskugganum á augnlokið og blandaði úr honum til þess að fá fallegan brúnan smokey grunn.

Næst tók ég dökkbrúnan eyeliner sem auðvelt er að blanda út og setti hann þétt upp við efri augnhárarótina. Ég máði síðan línuna út upp á við til þess að gera grunninn enn meira smokey.

Ég varð hreinlega að nota græna litinn sem heitir Trimmed úr Too Faced pallettunni þar sem ég var í grænum bol og liturinn hreinlega öskraði á mig. Liturinn er pínu lithverfur en hann byggir á svörtum grunni svo sumstaðar sjáið þið litinn sem grænan en annarstaðar sjáið þið hann sem svartan. Það fer allt eftir því hvar ljósið lendir á hann. Litinn tók ég upp með fingrinum og stimplaði honum yfir allt augnlokið.

Til þess að tengja augnförðunina bar ég örlítið af græna litnum meðfram neðri augnháralínunni, en alls ekki of mikið.

Næst tók ég gyllta litinn úr Too Faced pallettunni sem heitir Party Over Here! og er frekar dökk gylltur og setti hann yfir grænalitinn meðfram neðri augnháralínunni ásamt því að setja hann í innri augnkrók.

Ég setti síðan mikið af maskara á bæði efri og neðri augnhárin og setti léttbleika glossið frá Max Factor í litnum Honey Rose á varirnar.

Þetta er þá lúkkið! Grænt og glansandi glamúr smokey fyrir gamlárskvöld :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Sumar vörur eru í einkaeigu aðrar fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
powered by RelatedPosts