Hátíðarlúkk #3 (Gigi) – SÝNIKENNSLA

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Þá er komið að þriðja hátíðarlúkkinu en í þetta skiptið notaði ég vörur frá samstarfi Gigi Hadid við Maybelline! Ég fékk í gjöf frá Maybelline nokkrar vörur úr línunni og ég er varla búin að leggja frá mér pallettuna en ég fékk East Coast augnskuggapallettuna í litnum Cool. Ég notaði hana líka um daginn þegar ég var að kenna mitt fyrsta förðunarnámskeið og allar voru voða hrifnar af henni. Mig langaði að gera frekar grungy 90’s legt lúkk með vörunum hennar Gigi en hér fyrir neðan getið þið séð nákvæmlega hvernig ég náði þessu lúkki og hvaða vörur ég notaði.

Ég ætlaði nú ekkert að koma inn á það en ég held ég bara verð… HVERSU TRYLLTAR eru þessar umbúðir!!!

Hérna eru þær vörur sem ég notaði í lúkkið:

Augu: NYX Lid Lingerie í litnum Checkmate, Gigi Hadid Eyeshadow Palette í East Coast Cool, Gigi Hadid Fiber Mascara.

Andlit: Gigi Hadit Tinted Primer í Light/Medium + Farði og hyljari

Varir: Gigi Hadid varalitur og varablýantur í litnum Taura

Ég byrjaði á því að móta andlitið mitt með Tinted primernum. Fyrst ruglaði þessi vara mig rosalega en ég fann út úr henni á endanum. Tinted Primerinn á að nota til þess að móta andlitið áður en að borið er á það farði og hyljari. Þetta á að gefa andlitinu mótað yfirborð ásamt því að gefa því má sólarkyssta hlýju. Hér er ég því búin að móta andlitið mitt með primernum en hann setti ég undir kinnbeinin mín, aðeins upp við hárrótina á enninu og rétt meðfram kjálkanum mínum. Áður en þið haldið áfram skuluð þið leyfa primernum að setja sig inn í húðina svo að hann dreifist ekki út um allt andlitið þegar þið farið yfir hann með farða.

Síðan þegar ég var búin að því bar ég á mig farðann minn, hyljara og highlighter rétt eins og ég myndi alltaf gera. Ég passaði mig samt á því að hafa ekki mikla þekju yfir þeim stöðum sem ég setti primerinn svo hann myndi aðeins sjást.

(Sorrí að myndin er smá blörruð) Rétt eins og ég nefndi í síðustu sýnikennslu er ég ástafangin af nýju möttu Lid Lingerie kremaugnskuggunum frá NYX enda mun þessi litur sérstaklega koma mikið fram í sýnikennslum hjá mér. Þetta er liturinn Checkmate og hann setti ég yfir allt augnlokið og blandaði hann út með gervihárabursta. Þetta er þá orðinn grunnurinn okkar fyrir augnförðunina.

Næst tók ég brúnan Kohl eyeliner, hvaða brúni eyeliner ætti að virka, og setti hann alveg upp við rótina á efri augnháralínunni minni. Litinn máði ég svo út með pencil bursta til þess að skapa smokey áferð.

Smokey áferðina ýkti ég síðan enn frekar með því að taka dökkbrúna augnskuggann úr pallettunni, lagði hann yfir eyelinerinn og blandaði hann út upp á við. Passið ykkur bara á því að hafa litinn sterkastann alveg upp við augnhárarótina og látið hann svo blurrast (er það orð?) upp á við til þess að fá hina fullkomnu smokey áferð.

Til þess að gera förðunina hátíðlega tók ég ljósgyllta litinn úr pallettunni og stimplaði honum á augnlokið með fingrinum, alveg frá augnhárarótinni og upp undir augabrúnina. Þessi augnskuggi er gjörsamlega fullkominn í þetta og setur ofboðslega fallega áferð á förðunina þar sem það er smá glimmer í honum.

Að sjálfsögðu setti ég dökkbrúna eyelinerinn í efri og neðri vatnslínuna til þess að gera förðunina enn dramatískari en það má að sjálfsögðu sleppa því. Einnig setti ég á mig maskara en Fiber maskarinn frá Gigi virkar þannig að fyrst er sett ein umferð af maskaranum, síðan er sett ein umferð af trefjunum (sem eru á hinum endanum á túpunni) og að lokum er sett önnur umferð af maskaranum. Þannig verða augnhárin extra mikil um sig og flott.

Ég notaði Taura varablýantinn til þess að móta varirnar áður en ég setti varalitinn á mig.

Taura varaliturinn er síðan virkilega flottur frekar 90’s legur mauve litur sem gerir lúkkið að mínu mati. Hann er líka þægilegur á vörunum og endist rosalega lengi. Ég borðaði til dæmis humarsúpu, lambakjöt og sötraði á hvítvíni en samt var varaliturinn ennþá á mér eftir herlegheitin.

Þetta er þá lúkkið! Sjáið þið ykkur ekki fyrir ykkur skarta þessu lúkki yfir hátíðina?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts