Fyrir brothættar neglur

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að kenna. Bæði er húðin mín búin að vera rosalega þurr og í miklu ójafnvægi en einnig eru neglurnar mínar búnar að vera svakalega brothættar og „stökkar“. Einn daginn var ég bara að laga mig til í sætinu mínu þegar að ég braut nögl svo það þarf svo sannarlega ekki mikinn kraft til þess að fá þær til að flagna. Þegar ég kom aftur til DK ákvað ég að taka neglurnar mínar í gegn og klippti þær alveg niður til þess að leyfa þeim að vaxa langar og heilbrigðar aftur.

Til þess að dekra aðeins við neglurnar bar ég TLC eða Treat Love & Color lakk á neglurnar frá Essie. TLC lökkin eiga að styrkja neglurnar, laga áferðina á þeim og fegra yfirborðið ásamt því að gefa nöglunum léttan lit. 

Ég þarf svo sannarlega á því að halda þessa dagana þar sem neglurnar mínar hafa verið að flagna auðveldara en nýbakað Croissant… er það skrítin myndlíking?.. kannski sleppa henni bara? Æj nei leyfum henni að fljóta með svo þið skiljið hversu mikið neglurnar mínar hafa verið að flagna ;) Liturinn sem ég er með á nöglunum hérna er TLC í Loving Hue sem er fölbleikur og létt sanseraður. Ég er með tvær umferðir af honum á nöglunum en ég hef prófað lakkið einu sinni áður. Það entist vel á nöglunum mínum og gaf þeim fallegan lit en þá voru neglurnar mínar það heilbrigðar að ég hugsa að ég sjái mikinn meiri mun á nöglunum mínum núna en ég gerði þá. Ég hlakka til að sjá hvort að lakkið hjálpi ekki til við að laga neglurnar mínar eftir kalda íslenska veðrið.

Ég leyfi ykkur að fylgjast með hvenig lakkið virkar á Instagram Story hjá mér þegar vika er liðin frá því ég setti það á. Þið finnið mig undir @rannveigbelle þar, fylgið mér endilega! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
TAX FREE óskalistinn
Ég er svo mikið að reyna að halda aftur af mér á Tax Free í Hagkaup núna en mig langar svo mikið að kaupa mér eitthvað til að bæta í sístækkandi ...
powered by RelatedPosts