Það gekk sko ekki vandræðalaust fyrir sig að klippa þetta blessaða myndband! Ég þarf að nálgast eitthvað gott klippiforrit sem flýtir fyrir mér því ég hef prófað þau nokkur og ekkert finnst mér vera nógu gott. En skiptir svo sem ekki máli, þetta hófst á endanum!
Mig langaði að gera myndband með brúnum, rauðum og bronslituðum tónum sem henta fullkomlega fyrir haustið og ég var ótrúlega lukkuleg með útkomuna. Ég fattaði það bara þegar ég var að klippa hvað ég notaði mikið af vörum sem fást kannski ekki endilega á Íslandi eða vörur sem fást ekki lengur og mér þykir það alveg voðalega leitt. Hafið það því bara í huga að þið getið alltaf skipt út því sem fæst ekki hér á landi út fyrir eitthvað annað svipað. Ég skal samt passa mig næst! :)
P.S. Stillið endilega á HD því þá verður allt svo miklu skýrara.