Bronsað haustlúkk: Myndband!

thumb_brons

Það gekk sko ekki vandræðalaust fyrir sig að klippa þetta blessaða myndband! Ég þarf að nálgast eitthvað gott klippiforrit sem flýtir fyrir mér því ég hef prófað þau nokkur og ekkert finnst mér vera nógu gott. En skiptir svo sem ekki máli, þetta hófst á endanum!

Mig langaði að gera myndband með brúnum, rauðum og bronslituðum tónum sem henta fullkomlega fyrir haustið og ég var ótrúlega lukkuleg með útkomuna. Ég fattaði það bara þegar ég var að klippa hvað ég notaði mikið af vörum sem fást kannski ekki endilega á Íslandi eða vörur sem fást ekki lengur og mér þykir það alveg voðalega leitt. Hafið það því bara í huga að þið getið alltaf skipt út því sem fæst ekki hér á landi út fyrir eitthvað annað svipað. Ég skal samt passa mig næst! :)

P.S.  Stillið endilega á HD því þá verður allt svo miklu skýrara.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Gullpenninn frá YSL... hvernig á að nota hann!
Ég veit þið trúið ekki hversu lengi þessi færsla er búin að vera í kollinum á mér! Við erum örugglega að nálgast svona tvö ár svo það er ekki s...
Hvernig þú getur náð auðveldum Ombré liner
Ég er ekki frá því að það sé smá sumarfílingur í þessari færslu... eins steikt og það kann að hljóma í frostinu hérna í DK og óveðrinu heima á ...
MYNDBAND: Einfalt gyllt smokey
Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stu...
powered by RelatedPosts