Árshátíðarbrúnkan

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Þá fara árshátíðirnar að skella á og sumar hverjar hafa nú þegar átt sér stað. Það er því ekki seinna vænna að ég sýni ykkur nokkrar sniðugar vörur frá St. Tropez sem geta hjálpað ykkur til að ná hinni fullkomnu árshátíðarbrúnku. St. Tropez eru án efa uppáhalds brúnkuvörurnar mínar því úrvalið hjá þeim er svo gott og brúnkan sem ég fæ af þeim er alltaf rosalega náttúruleg. Það er ekkert sem ég meika minna en appelsínugula gervibrúnku og ég fæ aldrei svoleiðis þegar ég nota St. Tropez (True Story).

Það er til mjög mikið af mismunandi áferðum og tegundum af brúnkukremum í St. Tropez línunni og ég hef nú þegar fjallað um Dry brúnkuolíuna og Gradual Tan línuna svo þið getið kíkt á þær færslur ef ykkur vantar að vita meira um þær áferðir. Í þessari færslu langar mig að sýna ykkur aðrar áferðir sem ég hef ekki fjallað um áður svo það ætti að hjálpa ykkur ef þið eruð að vandræðast með hvaða áferð eða vara hentar ykkur best.

Fyrst er eitt það nýjasta sem St. Tropez býður upp á en það er In Shower Gradual Tan línan. Í stuttu máli sagt virkar línan þannig að brúnkuvaran er sett á líkamann annað hvort áður en maður fer í sturtu eða þegar maður er í sturtunni. Fyrir mig er þetta mesta snilldin því þetta tekur enga stund og byggir upp mjög léttan og náttúrulegan lit. Því meira sem þú notar vöruna því dekkri verður liturinn. Þannig getur maður stjórnað almennilega hvernig liturinn verður. Það þarf samt nokkra daga notkun til þess að byggja upp litinn svo verið viss um að byrja að setja vöruna á ykkur aðeins fyrir árshátíðina.

St. Tropez In Shower kremið setur maður á sig í sturtunni og það tekur í kringum 3 daga að byggja upp litinn. Þegar maður setur kremið á sig slekkur maður á sturtunni og bera það á líkamann með hringlaga hreyfingum. Eftir það skolar maður á sér hendurnar til þess að maður verði ekki óeðlilega brúnn í lófunum. Því næst bíður maður í 3 mínútur og skolar síðan kremið af líkamanum með heitu vatni (ekki sápu).

Gradual Tan One Minute er brúnkukremið sem ég er búin að vera að nota upp á síðkastið en það er algjör snilld til þess að nota hversdagslega þar sem það tekur bókstaflega bara tvær mínútur að setja það á sig! Þetta er í rauninni brúnkufroða sem ég ber á mig með brúnkuhanska en áferðin á froðunni er svona pínu klístruð og inniheldur smá ljóma svo hægt sé að sjá almennilega hvar froðan er komin á líkamann þar sem hún er litlaus við ásetningu. Næst bíð ég í eina mínútu og skola síðan froðuna af mér í sturtunni með heitu vatni. Ótrúlega fljótlegt og þægilegt og maður lyktar ekki af brúnkukremi.

Næst er það Express brúnkofroðan sem er fullkomin fyrir allar árshátíðir þar sem það þarf ekki nema 1 til 2 tíma fyrir brúnkuna að myndast. Ég mæli með að skrúbba húðina daginn áður en þið setjið á ykkur froðuna til þess að hreinsa allar dauðar húðfrumur og önnur óhreinindi af húðinni. Ef þið eruð með einhver þurr svæði á líkamanum skuluð þið bera krem á þau áður en þið setjið á ykkur froðuna en froðuna setjið þið síðan á líkamann með brúnkuhanska og notið hringlaga hreyfingar til þess. Passið ykkur að fara ekki í föt fyrr en froðan er orðin þurr á líkamanum svo hún liti ekki fötin ykkar en þar sem þetta er Express froða þarf maður ekki að bíða nema í 1 (léttur litur/sólkysst húð), 2 (miðlungs brúnka) eða 3 (dökk brúnka) klukkutíma til þess að brúnkan myndist. Eftir það skuluð þið skola húðina með heitu vatni en brúnkan mun halda áfram að myndast næstu 8 tímana. Það er því smá meiri vinna í þessari brúnku en In Shower línunni en þetta er fljótlegasta leiðin til þess að ná fallegri brúnku fyrir einhvern viðburð.

Önnur nýjung frá St. Tropez er úr Express línunni en þetta er sjálfbrúnku andlitsmaski! Halló góðan daginn hvað mér finnst þetta spennandi! Ég hef ekki prófað hann ennþá en í stuttu máli sagt er þetta svokallaður sheet maski sem maður leggur yfir andlitið og bíður í 5, 10 eða 15 mínútur eftir því hversu dökka brúnku maður vill. Að sjálfsögðu byrjar maður á því að hreinsa andlitið áður en maður notar maskann og passar svo að andlitsmaskinn liggi þétt upp við húðina svo brúnkan verði jöfn og falleg. Þegar maskinn er síðan tekinn af nuddar maður restinni af því sem er á húðinni inn í húðina í hringlaga hreyfingum og skolar síðan hendurnar. Brúnkan heldur áfram að þróast í 8 klukkutíma alveg eins og hjá Express froðunni. Maskinn er því hin fullkomna lausn ef maður vill fá smá brúnku í andlitið fyrir árshátíðina. Ég hlakka allavega til að prófa :D

Síðasta brúnkukremið sem ég er síðan með til að segja ykkur frá er Gradual Tan Everyday Tinted Moisturizer Primer. Þetta er í rauninni bara litað dagkrem sem að byggir upp brúnku á húðinni með hverjum deginum sem það er notað. Það er bæði hægt að nota kremið undir farða þar sem það býr yfir ákveðnum primer eiginleikum eins og að gefa húðinni ljóma og fullkoma yfirborð hennar en ef þið ætlið að nota það svoleiðis skuluð þið passa að kremið er búið að smjúga inn í húðina og er orðið þurrt viðkomu áður en eitthvað er sett ofan á það, alveg eins og með venjulegan primer. Ég er búin að vera að prófa þetta og ég fíla þetta mjög vel, ég er actually komin með einhvern lit í andlitið svona einu sinni! Það er ekki svona sjálfbrúnkulykt af kreminu ef þið hafið áhyggjur af því heldur lyktar það frekar eins og sólaráburður sem ég elska. Húðin verður ljómandi og tekur smá lit sem helst samt náttúrulegur og flottur. Ég nota alltaf bara hendurnar með þessu kremi en passa mig að skola þær alltaf eftir ásetningu.

Síðast en ekki síst er það flotti sjálfbrúnkuhanskinn frá merkinu. Þennan nota ég alltaf þegar ég set á mig brúnkuvörur en hann dreifir svo fallega úr brúnkunni og tryggir jafna áferð. Áður fyrr notaði ég alltaf stóran bursta til þess að setja á mig sjálfbrúnku en ekki síðan ég kynntist þessum. Hanskinn er ekki dýr svo ég mæli klárlega með að kaupa einn svona ef þið eruð að kaupa ykkur einhverja sjálfbrúnku.

Þar hafið þið það! Smá frekari leiðbeiningar um úrvalið hjá St. Tropez. Vonandi getið þið nýtt ykkur þessa færslu sem og hinar sem ég hef skrifað og nefndi hér ofar í textanum :) Setjið þið alltaf á ykkur gervibrúnku fyrir árshátíðir eins og ég?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Gullpenninn frá YSL... hvernig á að nota hann!
Ég veit þið trúið ekki hversu lengi þessi færsla er búin að vera í kollinum á mér! Við erum örugglega að nálgast svona tvö ár svo það er ekki s...
BECCA - Pressed, Poured eða Liquid?
Gleðilegan fimmtudag elsku lesendur! Ég ætla aðeins að leyfa mér smá pásu frá lærdómnum í dag en ég er alveg búin að vera að drukkna undanfar...
Þrjár ST Tropez áferðir = ein fullkomin brúnka
Eins og ég var búin að lofa á Instagraminu mínu (rannveigbelle) í síðustu viku þá ætlaði ég að sýna ykkur þessar flottu vörur frá ST Tropez. ...
powered by RelatedPosts